Fannst mér þessi tveir leikir nokkuð slappir í því þeir hefðu getað orðið svo mikið mikið skemmtilegri.
Varðandi leikina tvo þá var eitt atvik í sitt hvorum leiknum sem stóð upp úr. Vítið hjá Villarreal og markið sem dæmt var af Milan.
Mér fannst þetta alveg vera víti þó að Jose Mari hafi verið að fiska eftir þessu. Villarreal áttu að fá víti í fyrri leiknum og því má segja að karma hafi ráðið úrslitum:)
Markið hjá Milan átti klárlega haft að standa. Ekkert brot átti sér stað og sá Markus Merk eitthvað meira en áttu sér stað.
Þegar litið er á heildarframmistöðu liðina tveggja í úrslitum þá er þetta nokkuð sanngjarnt enda bæði lið búin að halda hreinu nokkuð mikið þó að Arsenal hafi gert nokkuð mörg jafntefli.
Hvað finnst ykkur?
“There's no such thing as stupid questions, just stupid people.”