Magnað, drengurinn átti þetta alveg skilið.
Tekið af www.liverpool.is
" Gerrard útnefndur leikmaður ársins
Steven Gerrard var í kvöld útnefndur leikmaður ársins af samtökum atvinnuknattspyrnumanna í Englandi. Gerrard sló þar með við leikmönnum á borð við Frank Lampard, John Terry, Joe Cole, Wayne Rooney og Thierry Henry í keppni um kjörið.
Upplýst var um kjörið í sérstökum gala kvöldverði í London fyrr í kvöld. Verðlaunin toppa frábæra helgi hjá Gerrard eftir að hann leiddi Liverpool til sigurs gegn Chelsea í undanúrslitum FA Bikarsins á laugardag.
Gerrard hefur er markahæstur leikmanna Liverpool með 19 mörk á og hefur staðið sig mjög vel til þessa á tímabilinu.
Wayne Rooney var kjörinn besti ungi leikmaður ársins, annað árið í röð.
Þeir leikmenn sem hafa hlotið þessa nafnbót eru:
1996: Les Ferdinand (Newcastle)
1997: Alan Shearer (Newcastle)
1998: Dennis Bergkamp (Arsenal)
1999: David Ginola (Tottenham)
2000: Roy Keane (Manchester Utd)
2001: Teddy Sheringham (Manchester Utd)
2002: Ruud Van Nistelrooy (Manchester Utd)
2003: Thierry Henry (Arsenal)
2004: Thierry Henry (Arsenal)
2005: John Terry (Chelsea)
Aðrir Liverpool leikmenn sem hafa hlotið þessa nafnbót eru:
1980: Terry McDermott
1983: Kenny Dalglish
1984: Ian Rush
1988: John Barnes"