Parma er mitt lið og hefur verið síðan ég byrjaði að fylgjast með Serie A.
Á þeim árum var liðið framarlega á Ítalíu og endaði m.a. í öðru sæti Serie A tímabilið 1996/97, vann ítalska bikarinn 99 og 02 og vann UEFA bikarinn árin 95 og 99. Með liðinu léku á þeim árum leikmenn á borð við Chiesa, Cannavaro, Thuram, Buffon, Dino Baggio, Asprilla, Verón, Stanic, Blomqvist, Sensini, Fiore, Ortega og fleiri.
Undanfarin ár hafa hinsvegar verið ansi mögur og fátt um fína drætti. Liðið hefur neyðst til að selja sína bestu leikmenn undanfarin ár vegna gjaldþrots aðaleiganda þess en þó eru bjartari tímar framundan því fyrrum forseti Real Madrid, Lorenzo Sanz, hefur eignast liðið.