Ég var að skoða viðtalið sem Sky tók við Arsene Wenger eftir sigur Arsenal á Middlesbrough og það kom mér talsvert á óvart að Arsene Wenger viðurkenndi að vítaspyrnudómurinn og rauða spjaldið sem Ehiogu fékk í kjölfarið hafi verið rangir dómar. Þetta er í fyrsta sinn sem ég sé Wenger viðurkenna að Arsenal hagnist á vafadómum og vonandi að þetta sé það sem koma skal því það er ekkert sem mér finnst leiðinlegra en stjórar sem væla og væla þegar dómar falla þeim ekki í hag en viðurkenna svo aldrei þegar þeir hagnast á dómum (sem einmitt hefur einkennt svolítið Arsene Wenger fram að þessu)

Annars má nálgast viðtalið <a href=http://www.skynews.co.uk/skysports/storytemplate/storytoppic/0,,3460-1026644,FF.html>hér</a
kv.