Það er greinilegt að brottvísun Robbie Elliott, leikmanns Newcastle United, gegn Chelsea í FA bikarnum á dögunum er Shaun Wright-Philipps fiskaði hann útaf hefur virkað sem bensín á eld í Bretlandi þar sem hver knattspyrnustjórinn fordæmir leikaraskap innan knattspyrnuhreyfingarinnar - og skal engan undra.

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur biðlað til dómara og knattspyrnusambandsins að taka á óheiðarlegum leikmönnum sem láta sig falla við minnstu snertingu.

,,Við verðum að snúa öll bökum saman og berjast gegn þessu. Það er aðeins ein leið til þess að berjast gegn þessu að mínu mati og það er að sjálfsögðu að setja menn í leikbann fyrir þetta. Þegar þetta gerist í leiknum er erfitt að segja til um þetta, en þegar leikmenn vita að þeir geta átt á hættu á því að fara í leikbann munu þeir hugsa sig tvisvar um áður en þeir láta sig falla,"Sagði Wenger

Shaun Wright-Philipps var ásakaður um að láta sig falla í 1-0 sigri Chelsea á Newcastle á miðvikudaginn með þeim afleiðingum að Robbie Elliott var rekinn útaf með sitt annað gula spjald.,,Mín skoðun án þess að fara út í það að dæma í einu og einu atviki útaf fyrir sig er sú að við knattspyrnustjórar þurfum að berjast gegn þessu."



Held þessi maður ætti að byrja á því að taka til í sínum eigin Klefa. Aresnal gæti leikið í einhveri Stórmynd þarna úti


og í aðal hlutverki væri því

-Reyes
-Pires
-Ljungberg
-Lehmann


Frétt fengin héðan
http://www.fotbolti.net/fullStory.php?id=33713