Newcastle er að spila við Liverpool á ST. James' Park og mér finnst það nokkuð merkilegt að Crouch er búinn að skora en það þýðir að hann er búinn að skora í 2 leikjum í röð, gæti verið að hann sé vakna til lífsins og byrji að skora eins og brjálæðingur?, held ekki en ég vona það.
Crouch skoraði á 10 mínútu.
Gerrard skoraði á 35 mínútu.
Ameobi skoraði á 41 mínútu.
Og á 51 fyrstu mínútu fékk Jean-Alain Boumsong rautt spjald fyrir “Professional foul” og Liverpool fékk víti sem Cissé tók og skoraði úr.
Núna nokkrum mínútum eftir vítið fékk Lee Bowyer gult spjald fyrir tæklingu á Hamman og það sást á Bowyer að hann gleymdi að taka rítalínið sitt í morgun.
Eins og seinustu 5 mínútur eru búnar að vera, virðist það bara vera tímaspursmál hvenær kemur annað rautt spjald, ég veðja á að Bowyer fái næsta rauða spjald þ.a.e.s. ef hann verður ekki tekinn útaf áður.
Mér finnst Newcastle búið að vera spila betur en mér er sama ef Liverpool vinnur.