Þetta var svo týpískur leikur á þessu móti, liðin ekkert að spila neitt sérstaklega vel eða sérstaklega illa og var líka staðan 0-0 þegar venjulegum leiktíma var lokið. Drogba misnotaði gott færi en ekkert meira sérstaklega marktækt gerðist í leiknum.
Frekar snemma í fyrri hálfleik framlengingar fengu Egyptar vítaspyrnu og var dómurinn nokkuð umdeildur. Það má segja að réttlætinu hafi verið fullnægt þegar boltinn endaði í stönginni en rifrildi vegna þessarar spyrnu voru í nokkrar mínútur áður en allir náðu að róa sig aðeins niður.
Framlengin var svo svipuð og leikurinn sjálfur. Emmanuel Eboué, leikmaður Arsenal, kom sér í færi en skaut í hliðarnetið. Þurfti svo að grípa til vítaspyrnukeppnis.
Egyptar tóku fyrstu spyrnuna og skoruðu. Besti leikmaður Afríka að hans sögn, Didier Drogba, var næstur en klúðraði. Minnsti maður mótsins, Bakari Kone, klúðraði líka fyrir Fílabeinsströndina en Abdelhalim Ali klúðraði einni fyrir Egypta.
Egytar sigruðu samt sem áður samtals 4-2 í vítaspyrnuleppninni þar sem enginn þörf fyrir fimmta mannin hjá hinu liðinu að taka víti.
Það sem mér fannst skemmtilegast við þetta var hvernig Drogba skaut af sér fótinn. Var með rosalegar yfirlýsingar fyrir leikinn um að hann væri betri en Eto'o og besti afríski leikmaðurinn og ætlaði hann að sanna það í þessum leik með því að skora allavega 3 mörk og verða því markaköngur framyfir Eto'o.
Þetta finnst mér gaman því ég þoli ekki manninn, bæði hvernig hann haga sér innan vallar og í fjölmiðlum. Mjög leiðinlegur knattspyrnumaður.
“There's no such thing as stupid questions, just stupid people.”