Eiður Smári Guðjohnsen !
Einn besti Íslenski knattspyrnumaður sögunnar Eiður Smári var valinn af sjálfum Ronaldinho besta knattspyrnumanni heims að margra mati í úrvalslið bestu knattspyrnumanna í meistaradeildinni en Eiður leikur með Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Ronaldinho valdi liðið fyrir tímarit meistaradeildarinnar.
Ronaldinho sagði margt gott um Eið og sagði hann meðal annars að hann væri klókur framherji sem bæði legði upp mörk og skorðai. Hann sagði einnig að Eiður væri vanmetinn.
“Ég er að vonum ánægður með þetta val hans. Það kom mér nokkuð á óvart en ég get ekki neitað því að ég er stoltur. Ég met það mikils að fá hrós hjá leikmanni á borð við Ronaldinho og lít á það sem mikla viðurkenningu,” sagði Eiður Smári.
Þetta er einn mesti heiður sem íslenskum knattspyrnumanni hefur hlotnast og ekki skrítið að hann hafi verið valinn íþróttamaður ársins á Íslandi tvö ár í röð.
Áfram Eiður.