Eftir stórgóða byrjun í gærkvöldi misstum við undirtökin eftir 20 mín. leik. Sverrir skoraði “sverrismark” eftir 8 mín. leik og Pétur Björn skoraði með fallegum skalla eftir 15 mín. leik. Fleiri mörk hefðu getað litið dagsins ljós í fyrri hálfleik, en stað í þess minnka Keflvíkingar muninn. Síðan jafna þeir í seinni hálfleik, hálf klaufalegt hjá okkar mönnum en okkur skorti slagkraftinn til að klára leikinn og því fór. Besti maður Fylkis í þessum leik var Gunnar Þór en Tóti átti líka glimrandi leik. Aðrir léku frábærlega fyrstu 20 mín. og duttu síðan niður eftir það. Hreiðar, Edderson og Kiddi komu frískir inná en þétt vörn gestanna kom í veg fyrir mörk frá þeim.