ViktorAlex
AC Milan
ég er mongólíti, hvaða íslendingur lék aftur með AC Milan, sorry sorry ég er heimsku
Magnaðasta sagan af tengslum Arsenal við Ísland er sú að það er hægt að fara rúm 60 ár aftur í tímann til að sjá að þar hófust tengslin þegar Albert Guðmundsson varð fyrsti íslenski leikmaðurinn til að spila í Arsenal-treyju og einnig fyrsti atvinnumaðurinn frá Íslandi, og í raun annar útlenskur leikmaður félagsins, en sá fyrsti var Hollenskur markmaður að nafni Gerry Keiser sem spilaði tímabilið 1930/1931.
Með fótboltanum var hann verkfræðingur, kaupsýslumaður, sendiherra, ráðherra og ríkiserindreki.
Hinn 22. ára gamli Albert vakti athygli þáverandi framkvæmdastjóra Arsenal, Tom Whittaker, á meðan hann spilaði fyrir Glasgow Rangers þegar Seinni-heimstyrjöldin stóð yfir. Hann spilaði fyrir Rangers þar sem hann var í verkfræðinámi í Skotlandi.
Hann kom til Highbury sumarið 1946. Whittaker vildi fá hann á atvinnusamning en hann vantaði atvinnuleyfi þar sem hann hafði ekki verið ríkisborgari á Bretlandi í tvö ár.
Hann spilaði nokkra leiki fyrir Arsenal, en entist ekki lengi þar sem AC Milan höfðu burði til að bjóða honum atvinnusamning.
Seinna meir flutti hann til Frakklands þar sem hann spilaði fyrir ‘Racing club de Paris’, ‘Nancy’ og ‘Nice’.
Albert varð í raun fyrsti leikmaðurinn til að spila fyrir bæði lið í árlegum leik Arsenal og Racing. Þessir árlegu leikir byrjuðu árið 1930 þegar liðin voru að safna pening fyrir hermenn úr Fyrri-heimstyrjöldina. Albert spilaði leikinn árið 1946 fyrir Arsenal og árin 1949 og 1951 fyrir Parísarbúana.
Eftir Frakklandsdvölina kom hann aftur í heimsókn til Arsenal sem gestaleikmaður þegar liðið spilaði í Brasilíu árið 1951. Hann spilaði alla sex leikina fyrir liðið gegn Brössunum - Fluminese, Botafogo, America (þar sem hann skoraði eina mark Arsenal í 2-1 tapi), Sao Paulo, Palmeiras og Vasco da Gama.
Alf Fields, sem var leikmaður hjá Arsenal þegar Albert spilaði, man eftir honum sem “virkilega góðum leikmanni, viðmótsþýðum og fáguðum persónuleika.”
Albert kom til Íslands og einbeitti sér að viðskiptahliðinni í nokkur ár áður en hann varð formaður KSÍ á 7. áratugnum. Það opnaði dyrnar að pólitíkinni hjá honum þar sem hann varð vel heppnaður ráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Á 9. áratugnum bauð hann sig svo fram til forsetaembættis.
Kjartan segir þetta um Albert: “Staðreyndin er sú að Albert Guðmundsson var framúrskarandi fótboltamaður á Íslandi, og spilaði fyrir jafn frægt félag og Arsenal bætti stöðu hans sem pólitíkus.”
Albert snéri svo seinna til Frakklands aftur til að verða sendiherra þar í landi, og í raun hitti hann Arsené Wenger (sem var þá framkvæmdastjóri Monaco) í Apríl 1992.
Árið 1987 yfirgaf hann Sjálfstæðisflokkinn og stofnaði Borgaraflokkinn og þrátt fyrir að flokkurinn hafði nánast enga sögu, náði hann að fá 11% af greiddum atkvæðum.
Nú eru 11 ár síðan hann lést, aðeins sjötugur að aldri. Fáir gætu átt jafn litríkt og fjölbreytt líf og Albert Guðmundsson.