03.12.2005 19:40
Enski boltinn. Úrslit dagsins
Chelsea sigraði Middslesbrough 1-0 í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag og skoraði John Terry sigurmarkið.
Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Chelsea, en var skipt út á 64. mín.
Chelsea hefur 10 stiga forskot á Man. Utd., sem vann Portsmouth 3-0.
Heiðar Helguson lék 10 síðustu mín. með Fulham, sem gerði markalaust jafntefli við W.B.A.
Bolton lagði Arsenal 2-0 og Liverpool komst upp í 3.. sætið með því að bera sigurorð af Wigan 3-0.
Peter Crouch skoraði 2. markið, sem van fyrsta mark hans fyrir Liverpool, en fyrsta markið var sjálfsmark og Luis Garcia skoraði 3. markið.
Blackburn – Everton 0-2
Bolton – Arsenal 2-0
Chelsea – Middlesbro 1-0
Liverpool – Wigan 3-0
Newcastle –Aston Villa 1-1
Tottenham – Sunderland 3-2
W.B.A. – Fulham 0-0
Man. Utd. – Portsmouth 3-0
jááá´okei sææææælllll