Meistarar Chelsea í ensku knattspyrnunni hafa fest sér serbneskan ungling fyrir metfé.

Pilturinn heitir Slobodan Rajkovic og er 16 ára. Félag hans OFK Belgrad segir að ensku meistararnir greiði 3,5 miljón punda, eða 370 miljónir króna, fyrir piltinn sem gangi til liðs við Chelsea eftir þar næsta keppnistímabil Þetta er hæsta upphæð sem greidd hefur verið fyrir leikmann undir 18 ára aldri.

Rajkovic er fastamaður í undir 21 árs liði Serbíu og Svartfjallalands. Hermt er fleiri stórlið hafi verið á höttunum eftir honum og er þar nefnd Manchester United, Real Madrid, Barcelona, Juventus, Inter Milan, Monaco og Marseille.