Glenn Hoddle, stjóri Tottenham, gerir það ekki endasleppt á leikmannamarkaðnum þessa dagana en nýjustu fréttir herma að hann sé á höttunum eftir hollenska landsliðsmanninum Clarence Seedorf sem spilar með Inter á Ítalíu.
Seedorf hefur átt erfitt uppdráttar hjá Inter og umboðsmaður hans hefur gefið það út að hann hafi mikinn áhuga á því að spila á Englandi.
“Við gætum haft áhuga. Tíminn mun leiða það í ljós,” sagði David Buchler, varastjórnarformaður Spurs.
Seedorf fór til Inter frá Real Madrid síðasta sumar en gekk illa að festa sig á sessi á San Siro. Spurs sjá hann fyrir sér sem frábæran félaga fyrir Gus Poyet á miðjunni næsta vetur.
Ef þeir gera alvöru úr málinu verða þeir að punga út 10 milljónum punda að minnsta kosti.
www.gras.is
Einhvern veginn held ég að Seedorf færi ekki til Englands, og hvað þá til Tottenham.
hvað segiði?