Það eru komnir nokkrir dagar, kannski 4-5, síðan ég sendi inn alveg byltingarkennda grein inn á þetta áhugamál. Allt í góðu, nema ég hef ekki enn fengið svar um samþykki eða höfnun frá jaa, ætla að telja, 5 stjórnendum. Hvernig væri að skoða þetta áhugamál allavega einu sinni á dag. Ég sé að það hafa nokkrir af þessum stjórnendum komið inn á huga eftir að greinin var send inn en þeir hafa ekki kært sig um að kíkja hér inn. Þetta er pirrandi. Ég persónulega vill að greinar verði samþykktar samdægurs, mesta lagi, mesta lagi 2 dögum eftir sendingu. Annað finnst mér bara vera leti. Ég er búinn að senda tveimur, já tveimur stjórnendum hér á Knattspyrna PM til að biðja þá um staðfestingu en nei, ekkert svar þar eða hér. Í guðanna bænum, reynið nú að svara þessari grein.

Þetta hljómar kannski óþolinmóðslega en ég er óþolinmóður að eðlisfari. Ég geri þá kröfu eins og ég sagði áðan að greinarnar verði samþykktar innan 48 klukkutíma frá sendingu en það virðist bara ekki ganga. Það má alveg einhver extremely virkur knattspyrnuáhugamaður sækja um stjórnunarstöðu hérna því ég er að verða þreyttur á þessu og pælið í þessu þetta er í fyrsta sinn sem þetta gerist!

Takk og von um svar, allavega innan 2 daga frá einhverjum stjórnenda.