Fastlega er búist við því að skosku stórliðin Glasgow Celtic og Rangers muni spila í ensku úrvalsdeildinni eftir 4-5 ár.

Það er að minnsta kosti það sem Dermot Desmond, aðaleigandi Celtic, heldur að muni gerast en hann hefur greint frá því að viðræður séu hafnar um að Celtic og Rangers komi í ensku úrvalsdeildina.

Desmond segir að aðalástæðan séu peningar þar sem þeir verði að spila á Englandi ef þeir eiga að geta haldið í við önnur stórlið Evrópu.

“Það er nokkuð ljóst að þetta mun gerast. Boltinn er byrjaður að rúlla og það hafa verið viðræður milli stjórnarformanna fjölmargra liða vegna þessa,” segir Desmond.

Hann segir að ef Celtic og Rangers eigi að geta haldið í liðin í Meistaradeildinni þá verði þau að geta fengið svipaðar tekjur og besti liðin þar fái.

“Celtic er að fá 3 milljónir punda vegna sjónvarpsréttarsamninga í skosku deildinni á meðan lið eins og Leicester City er að fá 20 milljónir punda á ári vegna sjónvarpsréttarsamninga í ensku úrvalsdeildinni.”

Það verður mjög athyglisvert að fylgjast með framhaldi þessa máls.

Tekið af <a href="http://www.Gras.is">Gras.is</a>
kv.