Mér sýndist nú Ronaldo haltra eftir tæklingu eftir að hann kom inná, en hvað um það. Tel líklegra að hann byrji ekki inná útaf persónulegum ástæðum, lát föður hans og þetta nauðgunarmál.
Og já báðir miðverðir Boro voru meiddir því fyrstu 2 eru vanalegast Ugo Egiogh(Stafs) og Southgate. Riggot byrjar vanalegast á bekknum og Frank Quedrue er v.bakvörður svo já, það vantaði báða miðverðina.
“United fengu mörk á sig eftir mistök, Boro gerði engin…” að gera mistök hlýtur að flokkast undir það að hafa verið lélegir.
En já ég tek samt alveg mark á því að mikil meiðsli séu í gangi, þó er mér sama því ég tel að með þessa heimsklassamenn þarna nokkra allavega eiga að geta gert smá uppá eigin spýtur, án þess að vera mataðir allan leikinn! Það er t.d. munurinn á Henry og R.Nistelrooy.
Og það verður að segjast að Boro eru komnir með ansi sterkan hóp eins og mörg önnur í deildinni, og er hún orðin gríðarlega jöfn. Meina Wigan í 2.Sæti og Arsenal einvherstaðar í kringum 10 sæti.