Með komu Javi Moreno og Filippo Inzaghi til Milan var ljóst að dagar Oliver Bierhoff voru taldir. Hitt var hins vegar ekki eins víst, hvar hann myndi eiginlega enda. Tottenham voru víst heitir á tímabili, eins Valencia, en nú hefur fengist staðfest að Bierhoff er farinn til Paris Saint-Germain í skiptum fyrir franska miðvallarleikmanninn Peter Luccin. Luccin hefur verið fyrirliði 21árs landsliðs Frakka og þessi tvítugi sendingameistari er mikill fengur fyrir Milan. Þegar hann var hjá Marseille reyndu Milan, Parma og Fiorentina að krækja í strákinn en PSG höfðu betur. Bara í bili þó, því nú er hann eins og áður sagði kominn til AC Milan. Það var líka tímabært að sleppa Bierhoff á braut.