Leeds að fara að opna budduna?
Leeds United þykir nú vera líklegast til að kaupa varnarmanninn Nzelo Lembi frá Club Brügge eftir að 560 milljóna króna tilboði Kaiserslautern í leikmanninn var hafnað af forráðamönnum Club Brügge. Brügge vill fá 840 milljónir fyrir Lembe, sem er 25 ára gamall með belgískan ríksborgararrétt en fæddur í Kongó og Andreas Brehme, þjálfara Kaiserslautern, fannst það of mikið. Leeds hefur látið lítið fyrir sér fara á leikmannamarkaðnum í sumar en fregnir herma að þeir séu tilbúnir til þess að borga uppsett verð fyrir Lembi.