Tottenham virðast vera koma sterkir inn. Ég gæti trúað því að þær enduðu ofarlega í vetur. Hins vegar miðað við mannskapinn þá held ég að það muni ekkert koma á óvart að þeir standi sig vel.
Ég held að það lið sem komi mest á óvart hvað gott gengi varðar sé Manchester City. Stuart Pearce er að byggja upp stórskemmtilegt lið og þó svo þeir hafi misst SWP til Chelsea þá held ég að það muni ekki koma að sök.
Það lið hins vegar sem á eftir að koma á óvart hvað slakt gengi varðar held ég að verði Middlesbrough. Þeir eru með fínt lið en eitthvað segir mér að þeir muni ekki standa undir væntingum þetta tímabilið. Newcastle á líka eftir að standa sig virkilega illa.