Þau lið sem ég tel persónulega vinna deildina í ár eru Liverpool, Man Utd, Arsenal og Chelsea. Arsenal eru með þessa stundina 5 öfluga markahróka og má þar nefna hinn nýja Francis Jeffers sem kom frá Everton núna fyrir stuttu, Dennis Bergkamp(kemur til með að vera á miðjunni eins), Thierry Henry, Silvian Wiltord og Kanu. Ég veit ekki hvernig Arsenal ætla að geta farið að stilla þessum framherjum alveg fram svo allir fái nógu stóra sneið af tertunni, en þetta kemur allt í ljós. Liverpool eru búnir að fá til sín einn nýjann mann í sumar er heitir John Arne-Rise normanninn sem kemur frá Monaco í Frakklandi. Ég er ekki að búast við neinu rosa miklu úr honum en þrátt fyrir það þekki ég hann mjög lítið og það getur vel verið að hann eigi eftir að reynast púllurum vel. Ég veit hinsvegar ekkert um það sem er að gerast hjá Chelsea þessa dagana en ég hef trú á að þeir geri betur á komandi leiktíð en þeirri sem var að ljúka þar sem þeir náðu einungis sjötta sætinu er þótti ekki þeirra allra besta(að mínu mati. Manchester United eru búnir að sýna það og sanna að þeir eru eitt besta liðið á Englandi. Þeir unnu leiktíðina sem var að ljúka og búnir að vinna flestallar síðustu leiktíðir á síðasta áratuginum. Svo fengu þeir naglann Ruud van Nistelrooy til sín fyrir himinháar upphæðir og á hann eftir að reynast þeim vel held ég.
Sjálfur er ég púllari og auðvitað vonast ég til þess að þeir hampi titlinum eftir leiktíðina næstkomandi og verð ég að segja að það eru líkur á því til. Þeirra besta leiktíð frá síðustu 5 árum(í minnsta) var sú sem lauk, þeir unnu sér inn 3 bikara en þó ekki eins hátt skrifaða og Enska meistaratitilinn. En ég kem hér með spá mína á fyrstu 5 sætunum!
1. Manchester United
2. Liverpool
3. Arsenal
4. Chelsea
5. Leeds
Ég er ekki að skjóta á nein lið né stuðningsmenn þeirra, ég er bara að spá eins og mér finnst þetta líklegast.
Kær kveðja, Þórður Sveinlaugu