Allir vilja vera í FH
Texti birtur með góðfúslegu leyfi Gísla Ásgeirssonar
Þú vilt vera, ég vil vera, allir vilja vera í FH!
Stóra menn og litla menn,
já, allar tegundir er þar að sjá.
Sumir iðka íþróttir en aðrir vilja bara horfa á,
en best er þó að vita af því
að allir vilja taka mikið á.
Handbolta, fótbolta’ og frjálsar við stundum,
og fjöldanum bjóðum uppá trimm.
Andann við styrkjum á eldheitum fundum
eingöngu eftir klukkan fimm.
Allir geta verið með og starfað
að framgangi merkisins.
Tökum saman höndum
og stuðlum að vexti félagsins.
Þú vilt vera ….
Berjumst til þrautar og bítum á jaxlinn
og brátt munum árangur sjá.
Æfum og leikum af elju og krafti
og ávallt í titil skulum ná.
Framtíðin blasir við okkur í FH
og afrekin vinnum stór og smá.
Með samstiltu átaki allra
við erum toppnum á.
Þú vilt vera …
Með samstiltu átaki allra
Við erum toppnum á.
———-
FH-ingar erum við
Textinn er birtur með góðfúslegu leyfi Jóns Ragnars og Friðriks Dórs Jónssona
Kvölds og morgna hugsa um
Hef ekkert annað í huganum
Gleymi öllum áhyggjum
Alltaf gott í Krikanum
Gleymi mér í blómunum
Í svörtum hvítum búningum
Fíla mig í svitanum
Á pöllunum í Krikanum
Svart og hvítt er okkar lið
Stöndum hérna hlið við hlið
FH-liðið allt ég styð
FH-ingar erum við
Með grasgrænu á sokkunum
Fullt kontról á boltanum
Söllum svo inn mörkunum
Fíla mig í svitanum
Á pöllunum í Krikanum
Svart og hvítt er okkar lið
Stöndum hérna hlið við hlið
FH-liðið allt ég styð
FH-ingar erum við
———–
FH-söngur
Textinn er etir F.J. Arndal
Verum glaðir allir eitt
ekki hindri starfið neitt.
Köppum fram á frægðarbraut,
finnum ráð í hverri þraut,
FH þá allir sjá
íþróttanna í fremstu röð.
Félagsþroska felum nú,
framtíð alla' í von og trú.
Félagsþroska felum nú,
framtíð alla' í von og trú.
—-Hafnarfjarðarmafían
Texti birtur með góðfúslegu leyfi Botnleðju
Ég er Hafnfirðingur.
Ég er svartur og hvítur.
Ég er FH-ingur.
Það er komin samstaða.
Hafnarfjarðarmafía.
Mætir í Kaplakrika.
Ég fíla FH.
Berjumst FH.
Ég fíla FH.
Áfram FH.
Ég er Hafnfirðingur.
Ég er svartur og hvítur.
Ég er FH-ingur.
Það er komin samstaða.
Hafnarfjarðarmafía.
Mætir í Kaplakrika.
Ég fíla FH.
Berjumst FH.
Ég fíla FH.
Áfram FH.
F H – F H – F H
F H – F H – F H - F H – F H – F H - F H – F H – F H - F H – F H – F H
Ég fíla FH.
Berjumst FH.
Ég held með FH.
Áfram FH.
Ég fíla FH.
Berjumst FH.
Ég held með FH.
Áfram FH.
F H – F H – F H – F H
Áfram FH
—-
Komum í Krikann
Texti birtur með góðfúslegu leyfi Gísla Ásgeirssonar
Við eigum samleið upp í Kaplakrika,
allir ná að lyfta sér á kreik.
Þarna líður varla nokkur vika
svo vinni ekki FH-ingar leik.
Þetta er markmiðið
allt fyrir félagið.
Komum í Krikann
og hvetjum okkar menn.
Sumir fara út á braut að æfa,
aðrir taka spretti til og frá.
Svitalyktin suma er að kæfa,
en svo er hægt að horfa bara á.
Þetta er markmiðið
allt fyrir félagið.
Komum í Krikann
og hvetjum okkar menn.
Hérna fljúga boltar milli marka,
margir eru inn’ á vellinum.
Knettinum má kasta eða sparka.
Við kunnum þetta vel í Firðinum.
Þetta er markmiðið
allt fyrir félagið.
Komum í Krikann
og hvetjum okkar menn.
—-
Skoriði mark!
Texti birtur með góðfúslegu leyfi Gísla Ásgeirssonar
Ég fer á heimavöllinn hér í Firðinum
og ég er stinnur og stífur
og ég öskra og hvæsi og gala og góla
í Krikanum.
Skoriði mark! Skallabolta í netið!
Skoriði mark! Ekki fara fetið!
Skoriði mark og sýnið hvað þið getið í Krikanum!
Afi og amma
pabbi og mamma
koma með lúðra og stafi og hunda.
Hrópa og kalla
og hóta að flengja sjálfan dómarann.
Úti á kanti, inni á miðju,
fara í boltann, fljótir að hlaupa-
Tak’ann á lofti
og tækla hina alveg upp úr sokkunum.
Skoriði mark! Skallabolta í netið!
Skoriði mark! Ekki fara fetið!
Skoriði mark og sýnið hvað þið getið í Krikanum!
Alltaf á helgum fer ég á völlinn.
Hrópa á FH!,
fæ mér einn lítinn.
Fullur af gleði
og fleiru sem að betra er að þegja um.
Skoriði mark! Skallabolta í netið!
Skoriði mark! Ekki fara fetið!
Skoriði mark og sýnið hvað þið getið í Krikanum!
Ég fer á heimavöllinn hér í Firðinum
og ég er stinnur og stífur
og ég öskra og hvæsi og gala og góla
í Krikanum.
Skoriði mark! Skallabolta í netið!
Skoriði mark! Ekki fara fetið!
Skoriði mark og sýnið hvað þið getið í Krikanum!