Maður er byrjaður að sætta sig við þá ímynd að Chelsea kaupi helling af leikmönnum fyrir mikinn pening og er það orðið daglegt brauð. En núna er þeir að ræna yfirmönnum í hinu og þessu frá öðrum liðum! Mikið traust er í kringum þetta lið sé ég. Reading og Tottenham hafa bæði hótað að kæra Chelsea fyrir að ræna Frank Arnesen og e-m gaur hjá Reading sem ég man ekki hvað heitir. Svo hafa þeir nýlega fengið tvær kærur fyrir að ræna (já ég nota þetta orð oft) ungum leikmönnum án þess að borga uppeldisbætur og eru þetta ekki fyrstu tvær kærurnar.
Ef maður tekur þessi brot og öll sem Mourinho fékk á sig ásamt restina þá eru þessar kærur orðnar allt of margar. Ef einhver væri með tölu á því þá væri skemmtilegt að heyra hana
“There's no such thing as stupid questions, just stupid people.”