Heiðar Helguson
Fulham höfðu betur í baráttunni um Heiðar Helguson sem hefur skrifað undir fjögurra ára samning við félagið sem leikur í ensku úrvalsdeildinni. Heiðar verður því þriðji Íslendingurinn í deildinni á næstu leiktíð því fyrir eru þeir Eiður Smári Guðjohnsen hjá Chelsea og Hermann Hreiðarsson hjá Charlton.
Watford höfðu áður samþykkt 1,1 milljón punda tilboð Sunderland í Heiðar en auk þess áttu 250 þúsund pund að greiðast ef liði héldi sér frá falli.
Heiðar skoraði 20 mörk fyrir Watford á síðustu leiktíð, þar af fjögur í síðustu fimm leikjunum sem urðu til þess að Watford hélt sæti sínu í ensku 1. deildinni. Hann var keyptur til Watford frá Lilleström árið 2000 á 1,5 milljón punda.
Þetta er c/p korkur af fotbolta.net