Stuðningsmenn enska úrvalsdeildarliðsins Manchester United þreytast ekki á að mótmæla yfirtöku bandaríska auðkýfingsins Malcolm Glazer á félaginu og hefur hópur stuðningsmanna sett á laggirnar nýtt knattspyrnulið – FC United. Og mun liðið leika í deildarkeppninni á Englandi á næsta tímabili. Heimaleikir félagsins fara fram á Droylsdens Butchers Arms Park vellinum sem tekur um 3.000 áhorfendur en liðið keppir fyrst um sinn NV-héraðsdeild þar sem að leikið verður gegn liðum á borð við Ashton Town, Chadderton, Cheadle Town, Flixton og Oldham Town.

Sögur ganga af því í borginni að tveir fyrrum leikmenn liðsins hafi hug á því að leika með FC United og staðarblaðið Manchester Evening News telur að uppselt verði á alla heimaleiki liðsins á næstu leiktíð. Ekki er búið að ráða framkvæmdastjóra fyrir liðið sem hefur aðeins fengið nafn en er að leita að leikmönnum þessa stundina.

www.mbl.is

Það verður gaman ða fylgjast með þessu :]
acrosstheuniverse