Af www.mbl.is:
KR-ingar eiga í samningaviðræðum við skoska knattspyrnumanninn Andy Roddie sem hefur æft með þeim frá því á mánudag. Roddie, sem er 32 ára miðjumaður og hefur leikið með Aberdeen, Motherwell og St. Mirren í Skotlandi, þykir sterkur og ljóst að hann muni styrkja lið meistaranna sem situr í næstneðsta sætinu eftir þrjár umferðir á Íslandsmótinu. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins verður gengið frá samningi við Roddie í dag, svo framarlega sem báðir aðilar verða sáttir við sinn hlut. Ólíklegt er þó að hann yrði í leikmannahópi KR gegn ÍBV í Eyjum á morgun þar sem eftir er að fá fyrir hann leikheimild frá Yee Hope í Hong Kong en hann hefur leikið með því félagi undanfarin þrjú ár.