Það eru nokkrir vellir í gangi þar sem þú getur farið um miðjan dag og sparkað.
Á Leiknisvelli og Framvellinum, sem ég fer oft á, eru oft æfingar. Þó byrja æfingar sjaldnast fyrir 4 á þeim stöðum.
Í Grafarholti, Fífunni og örugglega á öðrum stöðum eru litlir sparkvellir. Í Grafarholtinu er völlur nánast við Reynisvatn. Hef ekki farið þar, en það er líka körfur og rennibraut á þeim velli - þannig að það er ekki hugsað sem fótboltavöllur.
Í framtíðinni eru að koma stórir vellir á Vatnsenda sem Eiður-og Arnór Guðjóhnsen að fjármagna og skipuleggja. Þar eru um að ræða þrír útivellir og einn innivöllur. Þetta verður rétt hjá skíðalyftunum í Seljahverfinu (á bakvið þær).