Þar sem Síminn er búinn að fá sýningarréttinn á enska boltanum, þá hringdi félagi minn í Símann til að spyrjast fyrir um hvernig þessu verði háttað. Honum var sagt að þessi nýja stöð yrði send út á breiðbandinu og þeir sem ekki hefðu breiðbandið gætu horft á boltann í gegnum netið og tengt það við sjónvarpið. En sá hængur er á þessu, að þú verður að vera í adsl áskrift hjá Símanum. Þannig að þeir sem eru ekki með breiðbandið og eru með adsl áskrift hjá öðrum en Símanum eru, tja, fucked!
Mig langar til að spyrja ykkur hvað ykkur finnst um þetta?
Sjálfur finnst mér þetta algjörlega siðlaust, ef ekki ólöglegt.