Sælir
Ég veit ekki hvort ég á að halda þessu áfram, en here goes.
1. Það að þér finnist þú þurfa að kvarta við vefstjóra eða ekki hefur ekkert með það að gera hvort ég er no good eða ekki. Það hvort kvörtunin er réttmæt segir til um það. Einfaldlega að benda á að ef þú ert ekki ánægður með stjórnendur þá snýrð þú þér til vefstjóra. eðlilega byrjar þú á stjórnendum (eins og þú að ofan), hann svarar (eins og að ofan), þú ert ekki ánægður með svör (eins og að ofan), og þá hefur þú þann kost að snúa þér til þess sem ræður öllu hér. Ég er búinn að svara fyrir þetta og ef þú sættir þig ekki við það, þá leitar þú til hans.
2. Ég lít ekki á þetta sem einhver forréttindi og nei ég vil ekki missa þetta. Þetta á að vera til að stýra umræðum frá rugli og að stilla til friðar. Hvort tveggja sem ég er greinilega ekki að standa mig í hérna, vegna þess að þessi umræða er að enda í rugli og mér er greinilega ekki að takast að stilla til friðar.
3. Búinn að svara þér fyrir utan að þetta verði bætt. Nei þetta verður ekki bætt því mér finnst þetta í lagi. Ef tilefnið er fyrir hendi þá má vel vera að önnur svona grein fari í gegn. Ég eyði 99% af öllum svona one line'erum, en ef eitthvað kemur inn sem mér finnst í lagi að samþykkja, þá geri ég það.
Það eru 8 svör af 75 sem setja út á hvað þetta er stutt grein, ekki “flest commentin”, þannig að ég segi aftur að það hafi greinilega verið rétt að láta hana í gegn.
Í lokin þannig að það sé skýrt.
Þetta var stutt grein, svo stutt að hún telst varla/ekki grein. Mér fannst tilefnið fyrir hendi og því samþykkti ég hana. Kem til með að gera það aftur ef mér finnst tilefni til, en 99% af svona stuttum greinum er eytt og svo verður áfram.