Ég bý í Svíþjóð og fæ engar fréttir frá leikjum landliðs íslands en einhvernveginn skildist mér að Ísland vann á móti Möltu um daginn. Er það rétt?? Ef að það er rétt, hvernnig fór leikurinn og hver skoraði mörkin?
Ísland vann 4-1. Farðu bara á www.fotbolti.net þar er allt um fótboltan hérna heima…..meira segja voru báðir leikirnir í beinni textalýsingu…..
Að mínu mati var Tryggi maður leiksins. Hann lagði upp 2. Skaut í slánna. Skallaði í stöngina. Og fékk að vera fyrirliði í 10 mín.
Gunnar Heiðar 1-0 Eiður Smári 2-0 Said Brain 2-1 Tryggvi 3-1 Veigar Páll 4-1
Enginn sem var í vörn gegn Ungverjalandi var inn á gegn Möltu þar sem 3 voru í banni og Pétur verður meiddur lengi. P.s það fóru 4 uppá spítala í leiknum.
Það voru 3 sóknarmenn sem voru mjög hressir og síðan komu inná nýliðar í seinni hálfleik nýliðarnir spiluðu vel.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..