Samkvæmt vefsvæði BBC er enska úrvalsdeildarliðið West Ham United að íhuga kaup á Heiðari Helgusyni, leikmanni Watford og íslenska landsliðsins, en fyrir skemmstu hafnaði Watford tilboði Sunderland í Heiðar upp á eina miljón punda. Talið er því að tilboð West Ham verði rausnarlegra en Heiðar á enn eitt ár eftir af samningi sínum við Watford.
Einnig hefur BBC eftir heimildarmönnum sínum að West Ham hafi áhuga á varnarmanninum Ívari Ingimarssyni, leikmanni Reading, en West Ham fylgdist með honum á síðasta tímabili.
Heiðar og Ívar til West Ham ?
Haldiði að þeir fari báðir ??