1. Maður fær það svosem aldrei beint staðfest af hverju hann keypti liðið. Örugglega til þess að græða e-ð á því þar sem þetta er gróðamesta knattspyrnufélagið í heimi. Kannski heldur hann virkilega með því og langaði að komast meira inn í þennan heim knattspyrnuna þó mér finnist það ólíklegt.
2. Hann keypti hlutina á 750-60 milljóna punda og tók hann 500milljóna punda lán til þess. Hann borgar þetta auðvitað ekki strax heldur smám saman væntanlega því þessi maður er auðvitað ekki hálfviti þegar kmr að peningamálum og ég trúi varla að hann fari að setja þetta á hausinn. Hann á ‘fótboltalið’(amerískur fótbolti) sem heitir Tampa Bay Buckaneers og þeir unnu NFL þannig að þetta getur ekki verið alslæmt.
3. Liðin fá nottlega mikinn pening fyrir að komast sem lengst í Meistaradeildina. 220þús.pund fyrir sigurleik, 110 fyrir jafntefli og líka pening fyrir að komast áfram um hvert stig, riðlakeppni-16-liða úrslit o.s.frv. Mesti peningur kmr frá fólkinu, þ.e.a.s. miðarnir, treyjur og aðrar vörur og ætlar fólkið að sniðganga þær vörur svo að hann græði sem minnst. Allavega þangað til hann hefur sannað sig að hann sé ‘fan’ eins og Abramovich er.
Ég vona að hann eða sonur hans fari ekki að blanda sér í leikmannakaupin og kaupi sína uppáhaldsmenn eins og Roman hefur gert, Smertin og Jarosik..ömurleg kaup, heldur lætur knattspyrnustjórann um það.
“There's no such thing as stupid questions, just stupid people.”