Sumir eru sammála mér um að David Beckham er ekki sá skemmtilegasti í boltanum en aðrir ekki. Fyrrgreindi hópurinn er kannski sammála mér að auk þess að vera ekki skemmtilegur leikmaður, þá er hann ekki til fyrirmyndar með hárgreiðsluna sína.

Til að byrja með þá var hann með hár fyrir neðan eyru og með strípur. Þá heilluðust allar stelpur og ungar konur að honum en fyrir nokkrum misserum þá rakaði næstum allt hár af kollinum. Þá var hann greinilega að ná athygli stráka um að hann væri fyrirmynd þeirra utan vallar líka. Svo loks fyrir nokkrum dögum þá fékk hann sér hanakamb, og mörgum fannst hann ganga of langt í það sinn.

Þetta var aðeins fyrir utan efni greinarinnar því ég ætlaði að tala um hve ÞULIRNIR í íþróttum eru sérvitrir. T.d. þegar Beckham var með strípu-greiðsluna þá sögðu þeir að ef einhver var einnig með strípur eins og Beckham þá var sá eintaklingur að herma eftir Beckham eða að hann væri að fá sér greiðslu eins og hann.
Þegar hann rakaði hárið af sér (skildi smávegis eftir) þá sögðu þulirnir ef einhver var líka búinn að raka af sér hárið, þá var hann að gera eins og Beckham.
Einnig sögðu þulirnir þetta þegar Beckham fékk´sér hanakambinn þá voru aðrir að herma eftir!!!
Það er eins og menn hafi eldrei verið með strípur, ekkert hár eða með hanakamb áður en Stelpunærbuxnastrákurinn fékk sér þær greiðslur!!!!!!

Svona er lífið einstakt.

AggiSlæ