Lyon er búið að koma skemmtilega á óvart í Champions league og í rauninni kom Werder Bremen líka mjög á óvart í riðlakeppninni en í gær unnu Lyon með 7-2 í leik sem var örugglega mjög skemmtilegur.
Hvað haldiði annars um möguleika Lyon í meistaradeildinni. Maður á aldrei að gleyma neinu liði því að þetta lið gætu örugglega unnið Chelsea og AC Milan á góðum degi. Eins og einhver annar sagði þá er fótbolti óútreiknanlegur.
Fyrir þá sem að vita það ekki þá eru þetta allavegana úrslitin úr leikjum í gær:
AC Milan - Manchester United 1-0 (2-0)
Chelsea - Barcelona 4-2 (5-4)
Lyon - Bremen 7-2 (10-2)
Svo átti leikur Inter og Porto líka að vera í gær en vegna þess að AC Milan og Inter eru með sama heimavöll segja reglurnar að það má ekki spila á sama heimavelli á sama degi eða einum degi eftir og þess vegna fer sá leikur fram eftir eina viku. Þar held ég og vona að Inter taki þetta!!
Kv. StingerS