Já, aumingjas Barcelona eru búnir að vera að spila alveg hryllilega illa undanfarið. Jafntefli á móti Numancia í deildinni og jafntefli á móti Espanyol í deildinni og núna áðan unnu Barcelona Osasuna 1-0 en spiluðu alveg hryllilega. Í rauninni voru bara 3 leikmenn í Barcelona sem spiluðu eins og þeir gera venjulega og það voru Valdes, Puyol og Eto'o.
Ronaldinho og Iniesta voru verstir held ég og ef að þeir og þá sérstaklega Ronaldinho eiga eftir að spila eins og þeir gerðu áðan á móti Osasuna á þriðjudaginn á móti Chelsea þá eru miklu meiri líkur á að Chelsea eiga eftir að vinna.
Þetta er þyngsti kaflinn á tímabilinu fyrir Barcelona og þeir eru óheppnir að þessi kafli þurfi akkurat að koma núna þegar 16 liða úrslit meistaradeildarinnar eru í gangi.
Kv. StingerS