Ég ákvað að skrifa þessa grein sem nokkurskonar framhald af “Liverpool Evrópubikarmeistari” eftir Xaron.
Þar var ég kallaður ýmsum nöfnum og góðu magni af skít grýtt á mig og mín skrif, t.d. var sagt að ég sem Man. Utd. stuðnigsmaður væri hræddur (fatta nú ekki við hvað, Liverpool þá?) og ég var sakaður um skítkast fyrir það eitt að telja upp allt sem hafði gerst í Roma og Barcelona leikjunum, úrslitum Worthington bikarsins, úrslitum F.A. Bikarsins og svo síðast en ekki síðst úrslitum U.E.F.A. keppnini.
Hræddur? Skítkast? guð minn góður!
Ég tók það fram að ég öfundaði Liverpool ekki útaf neinu, ég held með liðinu sem vann deildina muniði?
Ég er ekki hræddur við eitt né neitt, Man Utd er með stórkostlegt lið og á aðeins eftir að styrkja það í sumar.
Reynið að lesa greinarnar áður en þið farið að væla og rífa kjaft.
Það eina sem ég gerði var að telja upp staðreyndir, staðreyndir sem þið hljótið að vera viðkvæmir fyrir, það er amk eina skýringin sem mér dettur í hug svona fyrst það má ekki einusinni minnast á þetta, sú skýring er sennilega jafn fáránleg og það að segja að við Man. Utd-menn séum hræddir, m.ö.o. bull.
Ef þið eruð svona viðkvæmir fyrir umræðum um þetta skulið þið glíma við það, ekki koma með skítkast út í mig og mín skrif, guð veit hvað stuðningsmenn ákveðins liðs reyndu að gera lítið úr stóru þrennu Man. Utd. hér um árið.
Ef við getum ekki rætt knattspyrnu á gáfulegan hátt án þess að snúa þessu upp í rifrildi, deilur og stríð á milli Man. Utd. og Liverpool stuðningsmanna þá ættum við bara að sleppa þessu.
Kveðja.
H.Þ.H.