Sæll Þorsteinn.

Ég vil byrja á því að óska þér til hamingju með þennan sigur þinn gegn enskri tungu á lýsingum leikja úr ensku deildinni á Skjá 1. Það er alltaf ánægjulegt þegar einstaklingar taka sig til og mótmæla því þegar þeim finnst gengið hart að sínum rétti eða skoðunum. Þegar einstaklingurinn fer svo með sigur af hólmi gegn stóru gróðafyrirtækjunum verður það þeim mun sætara.

Nú vil ég skora á þig að halda baráttunni áfram. Víðsvegar um landið eru starfræktir svokallaðir “Sportbarir”. Ég hef það frá áreiðanlegum heimildum að á þessum stöðum sé sýnt beint frá knattspyrnuleikjum víðsvegar úr heiminum og nær oftast er þeim lýst á ensku af erlendum þulum. Þarna er greinilega gengið hart að íslenskri tungu um hverja helgi. Einnig er fólk dregið burt frá sjónvarsskjáum heimilanna þar sem þessir leikir eru mjög oft sýndir beint af einkareknum sjónvarpsstöðvum sem hafa oft greitt svimandi háar upphæðir fyrir einkaleyfi á sýningum þessara leikja. Stöðvar sem eru að greiða íslenskum þulum laun fyrir lýsingar sem fólk vill oft ekki horfa á því að mjög fáir ná sömu stemningu þeir ensku gera, ef nokkur.

Það hlýtur að vera eitthvað sem þú getur gert Þorsteinn og ég hef fulla trú á að þú getir stöðvað þessa hræðilegu þróun sem á sér stað í íslenskum fjölmiðlum.

Virðingarfyllst.
Stefán Þór

ps. Ísland úber alles :Þ