Ég held að margir sem að sáu leikinn Sevilla - Barcelona í La liga í gær geta verið sammála mér þegar ég segi að þetta var einn skemmtilegasti leikur tímabilsins 2004 - 2005 í La liga.
Það var vegna lífsins á vellinum, skemmtuninni, hraðanum, færunum og mörkunum.
Leikurinn var í Sevilla og áhorfendur voru alveg óðir og það var það sem að hélt Sevilla mönnum lifandi í fyrri hálfleiknum og í rauninni voru þeir betri þá.
Í hálfleik var samt 0-0 en í seinni hálfleik vöknuðu Barcelona menn og byrjuðu færin.
Eto'o skoraði svo svona týpískt Eto'o mark. Ekki mikið seinna skoraði Julio Babtista sjálfsmark eftir horn og staðan þá 2-0.
Aðeins nokkrum sekúndum seinna skoraði Ronaldinho ískallt mark uppí hliðarnetið og í endanum á leiknum fékk svo Giuly gott skot og skoraði 4-0 markið.
Ekki svo heppilegur leikur fyrir Sevilla útaf stöðunni, slysi sem að gerðist og útaf víti sem þeir hefðu átt á fá í fyrri hálfleik eftir að Beletti notaði hendina í vítateignum.
Ég hef sjaldann séð svona ótrúlega hraðann leik og það var skemmtilegt að sjá að Ronaldinho var alveg í S:inu sínu :)
Kv. StingerS