Eruði alveg slefandi heimskir? Ok, Rio fékk 8 mánaða bann fyrir að mæta ekki í lyfjapróf, ég veit ekkert hvort bannið átti að vera styttra eða ekki. En FIFA þrýsti allavegna mjööög mikið á FA að hafa bannið nógu langt. Og svo eru menn á Ítalíu að fá 3-4 mánaða bann fyrir að FALLA á lyfjaprófi!!! Og hvar er FIFA þá!
Ef þið sáuð fyrri leik Chelsea og Man Utd, að þá átti Utd greinilega að fá minnsta kosti eina vítaspyrnu. Dómarinn fylgdi ekki línunni sem hann setti fyrir þegar hann sleppti brotinu á Saha. Alveg nákvæmlega eins brot gerðist þegar brotið var á Duff þegar tveir menn lokuðu greinilega á hlaupið hans, og dómarinn dæmdi aukaspyrnu! Öll vafaatriði féllu Chelsea megin í fyrri hálfleik og of oft sleppti dómarinn augljósum brotum á Chelsea í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik breyttist það, enda ekki annað hægt. Dómarinn dæmdi sanngjarnt, fylgdi loksins þessari línu. Hann var ekki að dæma of mikið á Chelsea né Man Utd í seinni hálfleik heldur var hann alveg sanngjarn.
En það var eitt atvik sem mér finnst fáranlegt. Ronaldo og Drogba voru í einhverjum smábarnaleik þarna á hliðarlínunni og báðir fengu þeir gult, sem er alveg sanngjarnt finnst mér. Á myndbandsupptökum sést greinilega að Drogba grípur hálstaki á Fortune og finnst mér það ekkert verðskulda annað en rautt! Sammála?
Annað dæmi, Rooney fékk 3. leikja bann fyrir að leggja hendur á einhvern leikmann Bolton sem féll síðan niður með miklum leikaraskap. Rooney lagði bara hendur á andlit hans, ekkert annað. Svipað gerðist um síðustu helgi í leik Man Utd pg Aston Villa þegar Solano setti hönd sína á andlit Silvestre, eini munurinn er sá að Silvestre var ekki með neinn leikaraskap. Og ég spyr, dómarinn sá þetta ekki, hvar eru þá allar myndbandsupptökurnar sem ganga um á netinu af þessu, hvar eru forsíðumyndirnar af þessu og hvar er 3. leikja bannið??? Ef FA ætlar að setja einhverja línu að þá verða þeir að fylgja línunni, sama hvaða lið er verið að tala um og sama um hvaða leikmann verið er að tala um. Það er greinilegt að það er munur á Jón og séra Jón!!!
Og svo í seinni leiknum á móti Chelsea. Getur einhver sagt mér vinsamlegast af hverju í andskotanum þetta var ekki vítaspyrna??? Hvernig í ósköpunum gat þetta ekki verið víti? Ok, Fortune var að hlaupa frá markinu, en það er svo augljóst að þetta var svo pjúra brot, og kannski eru reglurnar þannig að það er ekki víti ef leikmaður er að hlaupa frá marki, en á þá þetta ekki allavegna að vera óbein aukaspyrna innan teigs!!!
Og svo annað dæmi í leiknum, þegar Makelele ætlaði að negla í Ronaldo og hitti ekki, ekki negla boltanum, heldur hreinlega sparka í hann? Af hverju var þetta ekki bara beint rautt spjald? Ég get svo lofað ykkur að ef Keane hefði gert þetta væri þetta beint rautt! Makalele ætlar ekki að gera neitt annað en að negla og meiða Ronaldo, af hverju er þetta ekki rautt, þetta er bara líkamsárás!
Ég held að þetta sé nóg af dæmum þar sem sýnir að Man Utd er ekki með FA í vasanum eins og sumir virðast halda, það er bara helvítis kjaftæði og öll þessi umræða um að FA sé með Man Utd “í liði” hefur gert það að verkum að dómarar eru hræddir við að dæma víti á andstæðinga Man Utd því þeir halda að þessi umræða um að Man Utd sé með FA í vasanum fari enn einu sinnni af stað!
Lesið og lærið…og komið með mótrök fyrir þessu, sérstaklega Chelsea leikirnir!