Fergie kennir vörninni um ósigurinn
Sir Alex Ferguson, stjóri Man Utd kennir lélegum varnarleik um tapið gegn Chelsea í gær í undanúrslitum Carling Cup. Chelsea vann leikinn 2-1 á Old Trafford. Það var Damien Duff sem skoraði sigurmarkið beint út aukaspyrnu undir lok leiksins. “ Þeir skoruðu beint úr aukaspyrnu af c.a 50 metra færi, þú getur ekki ætlast til að vinna leiki þegar þú færð á þig þannig mörk. Vörnin átti að taka þennan bolta. Við spiluðum vel í seinni hálfleik og vorum óheppnir að skora ekki. En þetta var flottur leikur samt sem áður en sárt að detta út,” sagði Fergie