Já núna er 22.1.05 sem ég skrifa þessa grein ég er búin að horfa á Leik Southampton - Liverpool og Manchester Utd - Aston Villa.
Ég ætla ekki að tjá mig um leikina heldur þulina ég horfi bara í 20 min á Manchester því að Íslensku þulirnir gefa mér hausverk af leiðindum það eina sem þeir gera er að benda á er það augljósa við leikin t.d. “hann gefur langa sendingu fram” “þetta var fast skot” síðan segja þeir alltaf hver er með boltan. Þetta á heima í útvarpinu ekki sjónvarpinu!
En annars eru Ensku þulirnir frábærir ekkert til að kvarta undan frá þeim. Ég veit ekki neitt um enska boltan enda ekki mikill fan útaf því ég þoli ekki íslenska þuli og nenni því ekki að fræðast um leikin. En í Liverpool leiknum voru þeir svona að segja “I journarlist tells me that Gerrad might be going to Chelsea next summer” og þeir fræða man um liðin og leikmennina sem mér finnst miklu betra og gerir leikin mun skemmtilegri til að horfa á.
Afhverju erum við með íslenska þuli þessa dagana hafa menn verið að kvarta yfir því að hafa enska þuli sé bara skref afturábak ég segi að það sé skref í átt að skemmtilegri fótbolta.
Annars eru líka alveg af og til góðir hlutir að koma útur íslenskum þulum t.d. taktíkin er meira rædd þar en þeir sem vita eitthvað um fótbolta þurfa ekkert að heyra neitt um hana hjá þeim.
En annars finnst mér enskir þulir vera mun betri tjáið ykkur um hvað ylkur finnst.