OK OK OK,
Núna er mér orðið nóg boðið. Ég held með Liverpool og voru þeir að vinna Ensku Bikarkeppnina nú fyrir fáeinum mínútum og hvaða leiðinlegu orð er ég að heyra um Liverpool í þess stað að fá hrós og verða óskað til hamingju? Ég er að heyra orð frá mörgum að Liverpool séu aumingjar, sucki, heppnir andskotar og margt fleira sem er síður fallegra. Hvað á þetta að þýða? Ég viðurkenni sjálfur sem Liverpool stuðningsmaður að Arsenal hafi yfir leikinn verið meira með boltann og hafi reyndar átt að fá víti í fyrri hálfleiknum er Henchoz varði boltann á línunni, en dómarinn gerir sitt besta, það þarf ekkert að vera að þið hefðuð tekið eftir þessu í hans sporum án endursýningar. Svo er fólk talandi um að ýmis topplið “sucki”, hvað á það að þýða? Öll liðin sem mögulega geta verið í úrvalsdeildinni eru mjög góð og jafnvel þau sem eru á neðri partinum þar, þau lið eru samt góð en ekki eins og góð og Man Utd, Arsenal, Chelsea, Liverpool, Leeds og þau lið sem skara framm úr. Þessi leiðindahegðun sem ég er að tala um er ekkert annað en dæmi og vanþroska og barnaskap, ef þið hafið ekki þroska til að tala um fótbolta, þá þegiði bara og bíðið í nokkur ár þangað til þið náið aðeins að þroskast!
Kveðja, Doddi