Lögreglumaður í bænum Carlisle, í Bretlandi, kom að pari nokkru eðla sig í miðjuhringnum á heimavelli Carlisle United fyrir stuttu. Lögreglumaðurinn veitti parinu tiltal og tók niður nafn þeirra en lögreglan hyggst ekki leggja fram kæru. Vinir parsins sögðu að þau hefðu viljað uppfylla draum sem þau hafa lengi gengið með í maganum en þau eru bæði stuðningsmenn liðsins. Lögreglumaðurinn var sendur á staðinn til að athuga hvort brotist hefði verið inn á Brunton Park, heimavöll Carlisle. Talsmaður lögreglunnar staðfesti þetta og sagði “Lögreglan var kölluð til þegar vegna grunns um innbrot. Hann fór á svæðið og ég get staðfest það að hann kom að ástarfuglunum í miðjum klíðum.”
Alvöru stuðningsmenn það!
Tekið af nulleinn.is