Ég er þakklátur félaginu að leyfa mér að ganga til liðs við Liverpool frekar en að taka betri tilboðum sem þeir fengu. Ég vil þakka öllum þeim félögum sem sýndu mér áhuga. Eitt þessara félaga var Lyon. En ég var búinn að gefa Liverpool loforð þegar tilboð þeirra kom. Tilboðið frá Lyon kom til seinna og þá var ég búinn að ákveða mig. Mig langaði að fara til Englands.”
Fernando kvaddi Real Madrid með fögrum orðum. “Mig langar að þakka þessu félagi fyrir margt. Á átta árum hefur það fært mér næstum allt sem ferillinn hefur gefið mér. Hér hef ég þroskast mikið bæði sem maður og knattspyrnumaður. Ég á aðeins til þakkarorð. Mig langar að þakka stuðningsmönnunum og ég er stoltur yfir að hafa klæðst þessari peysu. Ég yfirgef félagið með fullan skáp af verðlaunagripum. Ég verð alltaf nátengdur þessu félagi sem verður alltaf heimili mitt og í hjarta mínu. Nú við brottför er ég hamingjusamur en ég er líka sorgmæddur eftir að hafa átt átta ár af lífi mínu hér.”
Fernando er sem sagt að ganga til liðs við Liverpool. Það er seinna en forráðamenn Liverpool vildu. Þeir reyndu að fá hann í ágúst þegar Michael Owen hafði vistaskipti. Þá vildu forráðamenn Real ekki missa sóknarmanninn en nú kom að því að Liverpool nældi í kappann. Vonandi reynist hann happafengur.
Birgir Þór