Markverðir númer 7 og 10
Sú nýbreytni verður nú í Íslandsmótinu í knattspyrnu að leikmenn, utan markvarðar, fá að bera númerið 1 en það hefur hingað til verið bannað. Það verða tveir sóknarmenn í Símadeildinni sem munu vera númer 1, þeir Kristinn Tómasson, Fylki og Jón Þorgrímur Stefánsson, FH. Í staðinn verða markmenn liðanna, Kjartan Sturluson og Daði Lárusson verða númer 10 og 7. Varamarkverðir Fylkis verða númer 20 og 30. Varamarkverðir margra liða fá nú hina skemmtilegu tölu 13 á bakið í stað 12.