Kjartan Sturluson markvörður Fylkis mun leika í treyju númer 10 í sumar. Fylkismenn eru komnir með þannig kerfi að markmenn liðsins eru nr. 10, 20, 30 osfrv. Kristinn Tómasson sóknarmaður Fylkis mun hinsvegar klæðast treyju númer 1 í Símadeildinni í sumar!
Önnur Fylkisfrétt: <a href="http://www.hugi.is/fylkir"> (Birtist á hugi.is/fylkir) </a>
Framherjinn Errol Edison McFarlane frá Trinidad og Tobago, sem hefur verið til reynslu hjá Fylkismönnum undanfarna daga mun leika með þeim í Símadeildinni í sumar. McFarlane, sem er 23 ára, hefur staðið sig vel á æfingum með Fylkisliðinu og að sögn Bjarna Jóhannssonar er þetta sterkur leikmaður sem á eftir að nýtast liðinu vel í sumar. Hann lék í fyrra í Líbanon og var markahæsti leikmaður deildarinnar þar með 21 mark í 22 leikjum.