Newcastle - Arsenal Jólatörnin heldur áfram og verður haldið norður í land í 20. umferð. Leikur tvö í hrotunni verður í norðrinu við Newcastle á miðvikudaginn 29. desember á St James' Park kl. 20 og tekur völlurinn 52.193 áhorfendur.

Það hefur gengið ágætlega á móti Skjórunum, þrír sigrar, 4 jafntefli og eitt tap, (3-4-1) 54% árangur og 9 vs. 7 mörk.

30/11/1996 Newcastle 1 - 2 Arsenal (Dixon 10, Wright 59)
06/12/1997 Newcastle 0 - 1 Arsenal (Wright 36)
28/02/1999 Newcastle 1 - 1 Arsenal (Anelka 36)
14/05/2000 Newcastle 4 - 2 Arsenal (Kanu 7, Malz 53)
15/05/2001 Newcastle 0 - 0 Arsenal
02/03/2002 Newcastle 0 - 2 Arsenal (Bergkamp 11, Sol 40)
09/02/2003 Newcastle 1 - 1 Arsenal (Henry 35)
11/04/2004 Newcastle 0 - 0 Arsenal

52,141 áhorfendur sáu Páskadagsleikinn á síðustu leiktíð sem endaði með markalausu jafntefli. Þessi leikur kom í kjölfar leiks við Liverpool (4-2) og var 49 tíma hvíld milli leikja.

Jafnteflið (1-1) árið 2003 var í hörkuleik Shearer var eins og naut í flagi. Við áttum að geta hirt öll stigin þarna.

Leikurinn á tvennutímabilinu 2001/02 var snilld. Bergkamp skoraði snilldarmark og Sol með skalla.

Markalausa jafnteflið 2001 var nauðsyn við tryggðum okkur annað sætið og næsti leikur v/Southampton og hófst þá metið 55 leikir í röð með marki.

2-4 tapið árið 2000 var skiljanlegt. Lokaleikur tímabils og allt ráðið. Ungir leikmenn fengu að spreyta sig, Weston, Malz, Vernazza, Cole. McGovern, Gray og Black. - Allir vita hvernig fór fyrir þeim nema Cole.

Sigurinn 1996 var mér minnisstæður fyrir að Adams fékk sturtu e.viðureign við Shearer á 22. mín en við höfðum þetta á seiglunni.

Arsenalmenn hafa fengið oftar gul spjöld, 16 sinnum gegn 6 hjá Newcastle og er langt síðan við höfum verið svo gulir. Tvisvar fengið rautt.

Stjóri Toon er hinn skrautlegi Graham Souness, sá er tæklaði Sigga Jóns upp úr skónum í landsleik við Skota. Haður nagli en slakur knattspyrnustjóri. Það kom mjög á óvart að hann skyldi taka við af hinum vinsæla Robson í byrjun leiktíðar. Lið Newcastle er í henglum um þessar mundir, Shearer meiddur og nokkrir leikmenn á útleið um áramótin. Þeir eru hins vegar að bíða eftir nýju blóði í janúar og ætti liðið því að veða í betra jafnvægi í vor.
Helztu menn Newcastle eru: Patrick Kluivert og Jermaine Jenas

Líkleg úrslit eru jafntefli (1-1) og mark Arsenal komi á 36. mínútu, hefðin segir svo. En oft er þörf og nú er nauðsyn að taka allt sem í boði er, spái því 0-1 sigri og Henry með markið á 36. mínútu.

Almunia
Lauren Toure Campbell Cole
Ljungberg Vieira Flamini Pires
Henry Bergkamp

Cole kemur ferskur inn eftir leikbann og ég hef trú á að Flamini hefi leik enda mjög vinnusamur leikmaður.

Leikurinn verður sýndur á Skjá 1 kl. 20

02. Arsenal.. 19 47-22 41
14. Newcastle 19 31-37 22

Kíkjum á formið. Síðustu 6 leikir liðanna, nýjasti leikur kemur fyrst. Sigur (W), jafntefli (D) og tap (L)
Arsenal…: WWDWLD = 11 stig (61%)
Newcastle: DLDDLD = 4 stig (22%)

Liðina hafa glímt 153 sinnum frá 1893. Arsenal unnið 56 leiki (36%), samið um 33 stórmeistarajafntefli og tapað 64 leikjum. Markatalan er óhagstæð 214 gegn 225


Ákveðnir stjórar hafa talað í norður og suður um það hvar titlarnir í ár vinnist og tapist. Vagga knattspyrnunnar hófst hins vegar í norðrinu. Félög eins og Newcastle, Preston NE, Nottingham Forest og Notts County voru sterk og gáfu byrjendum og fátæklingum í suðri treygjur. T.d. má sjá röndótta búninga Newcastle hjá Juve og KR.
Arsenal fékk sína fyrstu búninga frá Nottingham Forest, alrauða og spilaði í þeim lengi vel. Aðalbúningur Arsenal var alrauður en þegar rauðu búningunum fjölgaði ört, ákvað Herbert Chapman að setja hvítar ermar á búninginn. Hvaðan haldið þið að snillingurinn hafi fengið hugmyndina? Hjá
tískuteymi Nike? Nei!

Ein sagan segir að hinn þekkti teiknimyndakarl Tom Webster var í ferðalagi með stjórnarformanni Chelsea Claude Kirby. Morgunn einn fóru þeir í golf og mætti Tom í hvítir cricket skyrtu og bláu vesti.
Kriby var svo hrifinn af litasamsetningunni að hann velti því fyrir sér að setja hvítar ermar á bláa boli Chelsea á heimleiðinni.
Síðar hittust Tom Webster og Herbert Chapman og ræddu um knattspyrnu, hvað annað. Tom sagði honum frá sögunni af golfleiknum góða. Chapman varð mjög áhugasamur og bað teiknarann um sýnishorn á staðnum. Útkoman var svo góð að ákvörðun var tekin samstundis um nýja treyju.

Hvítu ermarnar voru fyrst notaðar í leik gegn Liverpool 4. mars 1933.
Norðurliðin unnu yfirleitt suðurliðin og styrktu á ýmsan hátt. Í dag hefur dæmið snúist við, peningarnir eru í suðrinu, í kringum London og þangað munu titlarnir sogast á næstu árum.

Á þriðjudaginn, 28. desember eru athyglisverðir forleikir.
Portsmouth v Chelsea og Charlton Athletic v Everton
En fróðlegt verður að sjá hvernig Pompey tekur á Chelsky í suðrinu og Charlton vegnar gegn spútnikliði Everton en við glímum við The Addicks á nýársdag.

Þess má að lokum geta að næsta hópferð Arsenalklúbbsins verður á leik við Newcastle 21.-24. janúar n.k.

Vefur Newcastle: www.nufc.co.uk og www.newcastle.is - Newcastle Utd klúbburinn á Íslandi.