Prozac
Flokkur Geðdeyfðarlyf.
Flokkunarnúmer: N06
Lyfjaform: Hylki 20 mg.
Notkun: Vægt til erfitt þunglyndi, með eða án kvíða. Lotugræðgi. Þráhyggjusýki. Fyrirtíðavanlíðan (alvarleg einkenni).
Skammtar: Fullorðnir og aldraðir: Við þunglyndi með eða án kvíða, 20 mg einu sinni á dag. Við lotugræðgi 60 mg á dag. Við þráhyggjusýki, 20 mg á dag sem má auka ef þarf. Við fyrirtíðavanlíðan, 20 mg einu sinni á dag. Ekki er nauðsynlegt að minnka skammta smám saman þegar meðferð er hætt, þar sem flúoxetín og virka umbrotsefnið norflúoxetín hafa langan helmingunartíma. Upplýsingar um áhrif og reynslu vantar fyrir börn.
Aukaverkanir: Munnþurrkur, aukin svitamyndun, æðavíkkun, kuldahrollur, ofnæmiseinkenni, serótónínheilkenni (breyting á geði, vöðvavirkni o.fl.), ljósnæmi, niðurgangur, ógleði, uppköst, meltingartruflanir, kyngingartregða, bragðskynstruflanir, lifrarbólga, ónóg seytun á ADH, bjúgur, óeðlilegar hreyfingar, lystarleysi, kvíði, svimi, þreyta, erfiðleikar við einbeitingu og hugsanatruflanir, manía, svefntruflanir, geispar, hárlos, sjóntruflanir, þvagteppa, langvinn stinning og truflanir á kynlífi.