Leeds berst enn fyrir þvi að fá gylfa fyrir mánaðarmót.
Enska knattspyrnufélagið Leeds United telur sig hafa fundið fordæmi sem geti gert það að verkum að Gylfi Einarsson geti byrjað að spila með því í 1. deildinni strax um næstu mánaðamót ekki um áramót eins og reglur FIFA kveða á um. Kevin Blackwell, knattspyrnustjóri Leeds, sagði á vef félagsins í gær að hann vissi um tvo norska leikmenn sem væru byrjaðir að spila í Hollandi þó þeir hefðu leikið í Noregi til loka tímabilsins þar.