Claudio Negroni, yfirmaður valla- og öryggismála Knattspyrnusambands Evrópu, var hér á landi. Hann sagði að það sem vantaði á íslenska velli væri góð áhorfendaaðstaða. Hann sagðí líka að það gæti komið upp vandamál með aðeins einn boðlegan völl, ef þrír Evrópuleikir færu fram í sömu vikunni hér á landi. Þegar Símadeildin hefst í ár verður það í fyrsta skipti sem allir vellirnir sem leikið er á taka fimmhundruð áhorfendur í stæði. Næsta skref er að allir vellir sem leikið verður á taki minnst þúsund áhorfendur í sæti.
Annars er aðstaða fyrir knattspyrnumenn á Íslandi hin ágætasta en það þarf að hlúa betur að áhorfendum. Allir vellirnir í Símadeildinni líta annars bara mjög vel út. Ég var staddur í Vestmannaeyjum og þar var Hásteinsvöllur í toppstandi og grasið iðagrænt, þó mætti áhorfendaaðstaða þar vera betri (eins og reyndar víða annars staða)
Hjá hvaða liðum finnst ykkur áhorfendaaðstaðan ekki vera nógu góð? Persónulega finnst mér að hún mætti vera betri hjá Val og Keflavík. Svo get ég ekkert dæmt um aðstöðu hjá liðum eins og Fylki og FH.