ég sá að það var komið ljóð svo mér datt í hug að setja brandara:
(þetta er margreyndur brandari og hægt er að setja öll lið þarna en ég heyrði þennan þegar arsenal og tottenham voru í lundúnaslag og mér er hvorki illa við arsenal né tottenham)
arsenal og tottenham voru að spila, þegar arsenal liðið var á leiðinni á white hart line sagði dennis bergkamp að tottenham væri svo lélegt að hann gæti unnið það ef hann myndi spila einn. auðvitað keyptu leikmenn arsenal þetta og fóru bara á næstu krá og ætluðu að horfa á leikinn í sjónvarpinu. þegar þeir byrjuðu að horfa á leikinn urðu þeir mjög glaðir þar sem staðan var 1 - 0 fyrir arsenal og bergamp bara að spila einn. þeir ákváðu að fara til hans á völlinn. þegar þeir komu var leikurinn búinn og hann hafði endað 1 - 1. leikmenn arsenal fóru þá í búningsklefann til bergkamps og urðu hissa þegar þeir sáu hann niðurdreginn og fúlann sitjandi á bekknum. þeir spurðu hversvegna hann væri svona niðurdreginn, 1-1 væru fín úrslit þar sem hann var bara að spila einn. þá sagði bergkamp: já ég veit að þetta voru fín úrslit en ég var rekinn útaf á 67 mínútu og fer í leikbann.